Nokia Remote Camera PT 6 - 1. Inngangur

background image

1. Inngangur

Nokia eftirlitsmyndavélin er myndavél sem er búin hreyfiskynjara,
hitamæli og hljóðnema. Það er hægt að fjarstýra myndavélinni og láta
hana þannig taka kyrrmyndir og myndinnskot sem síðan er hægt að
senda í farsíma sem styðja margmiðlunarskilaboð (MMS) eða á
tölvupóstfang. Myndavélinni er stjórnað og stillt með textaskilaboðum
(SMS) eða Remote Camera Manager sem hlaða má niður úr
myndavélinni í samhæfan síma. Sjá “Remote Camera Manager hlaðið
niður” á bls. 18.

Myndavélina má nota utandyra með Nokia AC-12 aflgjafanum sem
fylgir í sölupakkanum. Gætið þess að ekki rigni á myndavélina.

Til að nota Nokia eftirlitsmyndavélina þarftu eftirfarandi:

• GPRS-farsímaáskrift með SIM-korti og MMS-þjónustu

• Farsíma sem styður MMS og SMS með litaskjá

• GSM/GPRS-samband og samband við MMS-þjónustu með nægan

sendistyrk bæði í símanum og þar sem myndavélin er.

• Tölvupóstfang, ef ætlunin er að taka við myndunum í tölvupósti.

Til athugunar: Lög og reglugerðir í mismunandi löndum geta
kveðið á um takmarkanir við myndatöku og frekari úrvinnslu og
notkun slíkra gagna. Ekki má nota þessa aðgerð ólöglega. Virða
skal einkalíf og lögmæt réttindi annarra og fylgja öllum lögum
um t.d. gagnavernd, friðhelgi einkalífs og opinbera birtingu.

Til athugunar: Aðeins tæki með samhæfum margmiðlunar- eða
tölvupóstaðgerðum geta tekið á móti og birt margmiðlunarboð.

Mikilvægt: Tölvupóstboð og margmiðlunarboð geta innihaldið
veirur eða skaðað tölvuna eða tækið á einhvern annan hátt.
Aldrei skal opna viðhengi ef ekki er fullvíst að treysta megi
sendandanum.

Til athugunar: Athuga skal hversu stórum MMS-skilaboðum
síminn getur tekið við. Símafyrirtækið kann einnig að takmarka
stærð MMS-skilaboða. Nánari upplýsingar fást hjá
símafyrirtækinu.

background image

I n n g a n g u r

7

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Myndirnar og skilaboðin sem send eru úr myndavélinni verða gjaldfærð
á áskrift SIM-kortsins í myndavélinni.

Tækið styður sendingu textaskilaboða umfram venjuleg 160 stafa mörk.
Ef skilaboðin fara yfir 160 stafi eru þau send sem tvenn skilaboð eða
fleiri.