
■ Bleyta og raki
Tækið starfar við hitastig frá -20 ºC til +50 ºC. Nota má tækið (að
meðtöldum Nokia aflgjafanum AC-12) við eðlilegar aðstæður utandyra
innan hitastigsmarkanna sem gefin voru. Ekki má láta tækið fara á kaf í
vatn. Ekki má setja tækið upp á stöðum þar sem regn kann að falla á það.
Setja skal hlífina á myndavélina þegar hún er notuð utandyra.
Ef tækið eða tengið hefur lent í saltvatni skal skola það strax með fersku
vatni til að koma í veg fyrir tæringu. Þurrka verður tækið varlega með
klút.
Áður en afturhliðin er opnuð skal þurrka tækið til að hindra að vatn
komist í innri búnað þess. SIM-kortið og rafhlaðan eru ekki vatnsheld.
Aldrei skal hlaða tækið þegar afltengið er blautt eða rakt.
Aldrei skal nota rakt tæki með aukahlutum með rafvirkni.
Til athugunar: Tryggja skal að innri búnaður tækisins og
þéttingar bakhliðarinnar séu þurr, hrein og laus við alla
aðskotahluti. Aðskotahlutir geta skemmt vatnsþéttingarnar.
Mikilvægt: Aukahlutir sem á að nota með þessu tæki uppfylla
ekki sömu skilyrði um endingu eða vatnsheldni og tækið sjálft.
Mikilvægt: Stingið aflgjafanum ekki í samband við
rafmagnsinnstungu þegar hann er rakur eða blautur.