Nokia Remote Camera PT 6 - 2. Fyrsta ræsing

background image

2. Fyrsta ræsing

1 Til að fjarlægja bakhlið myndavélarinnar skaltu styðja á hnappinn á

hlið hennar (1) og renna henni í þá átt sem örin beinist (2).

background image

F y r s t a r æ s i n g

11

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Til athugunar: Áður en fram- og bakhliðin er fjarlægð skal
alltaf slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið og önnur tæki.
Forðast skal að snerta rafræna íhluti þegar verið er að skipta um
hulstur. Alltaf skal geyma og nota tækið með áföstum fram- og
bakhliðum.

Mynd 2

2 Opnaðu rafhlöðulokið og slepptu SIM-kortshaldaranum.

Mynd 3

3 Settu SIM-kortið í SIM-kortshaldarann eins og sýnt er á Mynd 4.

Lokaðu SIM-kortshaldaranum.

Öll SIM-kort skal geyma þar sem börn ná ekki til. Upplýsingar um
framboð og notkun SIM-korta má fá hjá seljanda SIM-kortsins.
Þetta getur verið þjónustuveitan, símafyrirtækið eða annar söluaðili.

background image

F y r s t a r æ s i n g

12

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Mynd 4

4 Settu rafhlöðuna í, lokaðu rafhlöðulokinu og settu bakhliðina aftur á

myndavélina. Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið
áður en rafhlaðan er fjarlægð.

Mynd 5

5 Tengdu aflgjafann við innstungu og tengdu hann svo við neðri hluta

myndavélastandsins. Bíddu í 15 sekúndur eftir því að myndavélin
byrji að hlaða sig (gaumljósið byrjar að blikka rauðu). Aflgjafinn
hleður einnig vararafhlöðuna.

Mynd 6

background image

F y r s t a r æ s i n g

13

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækis eða aflgjafa áður en þau
eru notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar hlaðið
raforku frá Nokia aflgjafanum AC-12.

Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og aukahluti
sem Nokia hefur samþykkt til nota með þessari tilteknu tegund
tækis. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki
fallið niður og slíkri notkun getur fylgt hætta.

Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti sem
samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er tekinn úr
sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.

6 Til að kveikja á myndavélinni skal halda rofanum (1) inni í 2

sekúndur. Gaumljósin skruna upp og niður (2).

Mynd 7

Viðvörun: Ekki má kveikja á myndavélinni þar sem notkun
þráðlausra síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda
truflunum eða hættu.

7 Farðu í skref 8 ef slökkt er á beiðni um PIN-númer á SIM-kortinu.

Ef kveikt er á beiðni um PIN-númer á SIM-kortinu blikkar
bókstafurinn

í gaumljósinu og þú þarft að slá inn PIN-númer

SIM-kortsins:

Styddu ítrekað á rofann með stuttu millibili þar til fyrsti
tölustafurinn í PIN-númerinu birtist í gaumljósunum. Bíddu í 3
sekúndur. Þegar

gaumljósið blikkar skaltu styðja ítrekað á

rofann með stuttu millibili þar til annar tölustafur PIN-
númersins birtist í gaumljósinu. Endurtaktu þetta þar til þú
hefur slegið inn allt PIN-númerið. Ef einn tölustaf vantar skaltu
halda rofanum inni þar til tölustafurinn birtist aftur.

background image

F y r s t a r æ s i n g

14

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Ef þú slærð inn rangan tölustaf skaltu styðja ítrekað á rofann
með stuttu millibili þar til bókstafurinn birtist. Bíddu í 3
sekúndur og sláðu þá aftur inn PIN-númerið frá byrjun.

Bíddu í 10 sekúndur eftir að þú hefur slegið inn allt PIN-
númerið. Ef þú hefur slegið PIN-númerið rétt inn skruna
gaumljósin upp og niður þangað til myndavélin er tengd við
símkerfið. Myndavélin geymir PIN-númerið í minni sínu og
notar það sjálfkrafa í hvert sinn sem kveikt er á henni.

Ef þú slærð inn rangt PIN-númer blikka gaumljósin rauðu og þú
þarft að slá PIN-númerið inn aftur.

Ef þú færir inn rangt PIN-númer þrisvar sinnum í röð er SIM-
kortinu læst. Til að opna SIM-kortið skaltu setja það í samhæfan
farsíma, slá inn PUK-númerið (PIN Unblocking Key), slá svo
tvisvar sinnum inn PIN-númerið og setja SIM-kortið aftur í
myndavélina. Frekari upplýsingar um PUK-númerið má fá hjá
þjónustuveitunni.

8 Skilgreindu þig sem aðalnotanda myndavélarinnar með því að nota

þinn eigin farsíma. Aðeins er hægt að stilla myndavélina með farsíma
aðalnotandans.

Búðu til notandanafn fyrir þig og sendu eftirfarandi textaskilaboð í
símanúmer SIM-kortsins í myndavélinni:

6

notandanafn þitt

táknar bil.

Hámarkslengd notandanafnsins er 20 stafir og/eða tölur og í því
mega ekki vera nein sértákn eða bil.

Dæmi:

Þá ert þú aðalnotandi myndavélarinnar. Sjá “Notandastillingar” á
bls. 34.

6 Helena

background image

F y r s t a r æ s i n g

15

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Myndavélin sendir þér staðfestingarboð þegar hún hefur lokið við að
afgreiða beiðni þína.

9 Myndavélin byrjar að leita að MMS-aðgangsstað. MMS-

aðgangsstaðurinn inniheldur allar stillingar sem eru nauðsynlegar til
að senda margmiðlunarskilaboð. Þegar myndavélin finnur
aðgangsstað sendir hún þér textaskilaboð.

Ef myndavélin finnur fleiri en einn aðgangsstað sendir hún þér lista
yfir þá. Veldu þá einn af aðgangsstöðunum og sendu eftirfarandi
skipun í myndavélina:

42

númer aðgangsstaðarins á listanum

táknar bil.

Dæmi:

Núna notar myndavélin aðgangsstaðinn sem var sá þriðji á
aðgangsstaðalistanum.

Ef myndavélin sendir þér skilaboð um að MMS-stillingarnar hafi ekki
verið valdar þarftu að slá þær inn handvirkt. Sjá “Stillingar
aðgangsstaðar” á bls. 49.

Myndavélin er nú tilbúin til notkunar.