Nokia Remote Camera PT 6 - Remote Camera Manager hlaðið niður

background image

Remote Camera Manager hlaðið niður

Þú getur notað myndavélina með textaskilaboðum (sjá “Grunnþættir í
notkun myndavélarinnar” á bls. 20), eða hlaðið niður grafísku forriti,
Remote Camera Manager, úr myndavélinni niður í samhæfa farsímann
þinn og notað myndavélina með þráðlausri Bluetooth-tækni eða
textaskilaboðum. Forritið er t.a.m. samhæft með Nokia 3650, Nokia
3660, Nokia 6600, Nokia 6630, Nokia 6670, Nokia 7610, Nokia 7650
símum , N-Gage og N-Gage QD leikjatölvunum, og því er hlaðið niður
með þráðlausri Bluetooth-tækni. Nánari upplýsingar um samhæfni
tækja er að finna á www.nokia.com.

1 Upplýsingar um Bluetooth-fang símans þíns er að finna í

background image

F y r s t a r æ s i n g

19

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

notendahandbókinni eða sölupakkanum sem fylgdi með símanum. Ef
síminn er Nokia farsími skaltu slá inn kóðann *#2820#. Þá birtist
Bluetooth-fangið á skjá símans.

2 Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Bluetooth í símanum. Þú þarft

að vera innan 10 metra fjarlægðar frá myndavélinni til að nota
þráðlausa Bluetooth-tækni.

3 Sendu eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

82

Bluetooth-fang símans þíns

Myndavélin kemur á Bluetooth tengingu við farsímann þinn og símann
byrjar að hlaða niður Remote Camera Manager úr myndavélinni. Þú
getur notað myndavélina og stillt hana með Remote Camera Manger
forritinu. Frekari leiðbeiningar er að finna í Remote Camera Manager
hjálparforritinu.

Allir notendur myndavélarinnar geta hlaðið Remote Camera Manager
niður í farsímann sinn.

Remote Camera Manager notar textaskilaboð til að stýra myndavélinni
en ef þú ert innan 10 metra frá myndavélinni getur þú sett upp
Bluetooth-tengingu milli myndavélarinnar og farsímans þíns. Það
kostar ekkert að breyta stillingum myndavélarinnar með Bluetooth.

Til að koma á Bluetooth tengingu skaltu opna Remote Camera Manager
forritið og velja Valkostir > Nota Bluetooth. Þegar Bluetooth tengingu
er komið á í fyrsta skiptið biður Remote Camera Manager um lykilorð.
Aðalnotandinn slær inn lykilorðið sitt. Myndavélin gefur hins vegar út
einkvæmt lykilorð til annarra notenda þegar tengingu er komið á.

Ef þú stjórnar myndavélinni með textaskilaboðum í Remote Camera
Manager, sækir forritið sjálfkrafa öll staðfestingarboð úr Innhólfinu sem
myndavélin hefur sent.