
Notkun hreyfiskynjunar með Remote Camera Manager
Það er kveikt á hreyfiskynjuninni með Remote Camera Manager með því
að velja Hreyfiskynjun í aðalvalmyndina. Þú getur kveikt og slökkt á
hreyfiskynjuninni, valið viðtakendur hreyfiskynjunarskilaboða og valið
gerð hreyfiskynjunartilkynninga. Þú getur einnig valið hversu oft
myndavélin á að greina hreyfingu áður hún slekkur á hreyfiskynjaranum.
Til að kveikja á hreyfiskynjuninni á tilteknum tíma skaltu velja upphafs-
og lokatímann í Skynjunartími reitnum. Til að núllstilla tímann skaltu
velja Valkostir > Hreinsa tíma. Eftir að þú hefur valið allar
nauðsynlegar stillingar skaltu velja Valkostir > Senda til að senda
breyttu stillingarnar í myndavélina. Veldu Valkostir > Sækja gildar
stillingar til að sjá hvaða stillingar eru gildar í myndavélinni.
Myndavélin vistar síðustu hreyfiskynjunaratburðina í myndaminni sínu.
Veldu Valkostir > Sækja þegar þú vilt sækja þessar myndir eða
myndinnskot. Það er aðeins hægt að velja þennan valkost þegar
Bluetooth-tenging er notuð á milli myndavélarinnar og farsímans.
Þegar slökkt er á myndavélinni tæmist myndaminni hennar.
2 ? 6

G r u n n þ æ t t i r í n o t k u n m y n d a v é l a r i n n a r
28
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.