Nokia Remote Camera PT 6 - Aðalnotandi valinn

background image

Aðalnotandi valinn

Einungis aðalnotandinn getur sett inn eða tekið út notendur fyrir
myndavélina. Það er hægt að velja í mesta lagi 10 notendur fyrir
myndavélina, að aðalnotandanum meðtöldum. Það er aðeins hægt að
hafa einn aðalnotanda í einu.

Aðalnotandinn hefur aðgang að öllum valkostum myndavélarinnar og
getur skilgreint aðgangsréttindi fyrir aðra notendur. Sjá
“Notandastillingar” á bls. 37.

Þegar þú velur og tilgreinir nýjan aðalnotanda verður fyrri
aðalnotandinn áfram venjulegur notandi.

Myndavélin ber kennsl á notendur útfrá símanúmerum þeirra og
notendanöfnum.

táknar bil.

Til að ákveða nýjan aðalnotanda skaltu velja hvort þú vilt senda allar
myndirnar í farsíma aðalnotandans (1) eða tölvupóstfang (2) og senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

6

aðgangskóði

aðalnotanda

notandanafn

símanúmer

tölvupóstfang

númer

background image

N o t a n d a s t i l l i n g a r

35

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Dæmi:

Sigga er nú skilgreind sem aðalnotandi myndavélarinnar og því
sendir hún allar myndir í farsíma Siggu.

Forstillti aðgangskóðinn er 12345. Sjá “Stillingar
notendasannvottunar” á bls. 46 til að fá upplýsingar um hvernig á að
breyta aðgangskóðanum. Mælt er með því að þú breytir
aðgangskóðanum eins fljótt og þú getur. Geymdu nýja kóðann á
öruggum stað fjarri símanum og myndavélinni. Ekki gefa öðrum upp
kóðann þar sem það er aðeins hægt að breyta sumum stillingum
myndavélarinnar með kóða aðalnotandans.

Hámarkslengd notandanafnsins er 20 stafir og/eða tölur og í því
mega ekki vera nein sértákn eða bil.

Það er ekki nauðsynlegt að skrifa inn tölvupóstfang.

Til að sjá upplýsingarnar um aðalnotandann skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:

6

aðgangskóði aðalnotanda

?

Ef enginn aðalnotandi hefur verið valinn virkar þessi skipun ekki.