
Notandastillingar valdar með Remote Camera Manager
Veldu Stillingar > Notendur ef þú vilt breyta notendastillingum í
myndavélinni. Til að sjá notandalistann skaltu velja Valkostir > Sækja
notendalista. Til að setja inn nýjan notanda skaltu velja Valkostir >
Setja inn notanda. Til að fjarlægja notanda úr myndavélinni skaltu velja
notandann og síðan Valkostir > Fjarlægja notanda. Þú getur breytt
upplýsingum um aðalnotanda en ekki fjarlægt hann úr myndavélinni.