
Stillingar notendasannvottunar
Aðalnotandinn getur breytt aðgangskóða aðalnotanda. Til að breyta
aðgangskóðanum skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í
myndavélina:
32
gamall kóði
nýr kóði
nýr kóði
Dæmi:
32 12345 54321
54321

S t i l l i n g a r v a l d a r o g þ e i m b r e y t t
47
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Aðgangskóði aðalnotanda verður að vera 5 stafa langur.
Notendur myndavélarinnar eru sannvottaðir eftir símanúmeri. Aðeins
þeir notendur sem aðalnotandinn hefur sett inn á notendalistann geta
notað myndavélina. Með því að slökkva á notendasannvottun leyfirðu
öllum að taka myndir með myndavélinni. Til að slökkva á
notendasannvottun skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í
myndavélina:
33
0
Til að kveikja á notendasannvottun skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:
33
1
Til að aðgæta hvort notendasannvottun er í notkun skaltu senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:
33
?
Sjálfgefið er að kveikt sé á notendasannvottuninni.