
■ Myndavélin stillt með tölvu
Ef þú vilt stilla myndavélina með tölvuhugbúnaði geturðu hlaðið niður
hugbúnaðinum Nokia Remote Camera PC Configurator af
www.nokia.com. Hugbúnaðurinn PC Configurator styður stýrikerfin
Windows 2000/XP og 15 MB þurfa að vera laus á harða diskinum til að
setja hann upp. Til að nota PC Configurator þarftu samhæfa tölvu sem
tengist myndavélinni með þráðlausri Bluetooth-tækni eða DKU-2
gagnasnúru sem er fáanleg sem aukahlutur. Frekari upplýsingar um
tengimöguleika við tölvur er að finna í vefhjálp PC Configurator-
forritsins.