
Stillingar tilkynninga
Aðalnotandinn getur stillt myndavélina á að senda tilkynningar í
textaskilaboðum þegar:
• Lítil hleðsla er á rafhlöðunni og myndavélin slekkur á sér.
• Hitastigið í umhverfi myndavélarinnar verður svo lágt eða hátt að
myndavélin hættir að virka og slekkur á sér.
• Myndavélin kveikir aftur á sér eftir að rafmagnið hefur farið af.
• Myndavélin kveikir á sér eftir að hitastig hefur farið út fyrir skilgreind
mörk.
• Rafmagnið fer af og vararafhlaðan er tekin í notkun.
• Slökkt er á hreyfiskynjuninni.
• Slökkt er á ttímasettri myndatöku.
• Kveikt er á hreyfiskynjuninni og slökkt er á myndavélinni með
rofanum.
Til að kveikja á tilkynningunum skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð
í myndavélina:
29
1
Til að slökkva á tilkynningunum skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:
29
0

S t i l l i n g a r v a l d a r o g þ e i m b r e y t t
46
Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.
Til að kanna hvort kveikt sé á tilkynningum skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:
29
?
Það er sjálfgefið að kveikt sé á tilkynningum.
Ef þú notar Remote Camera Manager skaltu velja Stillingar >
Almennar til að finna þessa stillingu.
Þegar þú breytir stillingu sendir myndavélin þér staðfestingarboð. Til að
slökkva á staðfestingarboðum skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í
myndavélina:
30
0
Til að kveikja á staðfestingarboðum skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:
30
1
Til að sjá hvaða stillingar hafa verið valdar fyrir staðfestingarboð
skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:
30
?
Sjálfgefið er að kveikt sé á staðfestingarboðum.