Nokia Remote Camera PT 6 - Tölvupóstsstillingar (SMTP)

background image

Tölvupóstsstillingar (SMTP)

Auk MMS getur myndavélin einnig sent myndir og myndinnskot á
tölvupóstfang með GPRS-tengingu og SMTP-sendimáta. Til að nota
internetvalkost tölvupóstsins skaltu gera eftirfarandi:

• Veldu og notaðu aðgangsstað sem hentar fyrir tölvupóstssendingar.

Sjá “Stillingar aðgangsstaðar” á bls. 49.

• Veldu stillingar tölvupóstsmiðlarans þíns, líkt og lýst er í þessum

hluta.

• Veldu SMTP- sem sendimáta myndavélarinnar, líkt og lýst er í þessum

hluta.

• Tilgreindu tölvupóstföng notenda myndavélarinnar og veldu

tölvupóst sem sendiaðferðina til notenda. Sjá “Notendur settir inn” á
bls. 35.

Þegar SMTP-sendimátinn er notaður getur myndavélin t.d. aðeins sent
hreyfiskynjunarmyndir á tölvupóstföng og ekki beint í farsíma. Notendur
geta samt sem áður ennþá tekið myndir og sent þær í farsímana sína
með MMS.

Þjónustuveitan gefur upplýsingar um tölvupóststillingar.

Til að velja heiti pósthólfsins skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í
myndavélina:

44

1

heiti pósthólfsins

Til að tilgreina tölvupóstfangið á tölvupóstmiðlaranum sem þú ert
að nota
skaltu senda eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

44

2

tölvupóstfang

background image

S t i l l i n g a r v a l d a r o g þ e i m b r e y t t

53

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Til að velja vistfang miðlarans fyrir útpóst skaltu senda eftirfarandi
textaskilaboð í myndavélina:

44

3

vistfang póstmiðlarans

Til að ákveða notandanafn þitt fyrir SMTP-tenginguna skaltu senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

44

4

notandanafn

Til að ákveða lykilorð fyrir SMTP-tenginguna skaltu senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

44

5

lykilorð

Til að sjá hvaða tölvupóststillingar eru í notkun skaltu senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

44

?

Ábending: Ef þú notar Remote Camera Manager skaltu velja
Stillingar > Tenging.

Til að velja flutningsmáta margmiðlunarboða skaltu velja MMS til að
senda skilaboðin í farsíma (1) eða SMTP til að senda skilaboðin á
tölvupóstfang (2) og senda svo eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

38

númer flutningsmátans

Dæmi:

Nú sendir myndavélin margmiðlunarskilaboð með MMS.

Til að sjá hvaða flutningsmáti hefur verið valinn skaltu senda
eftirfarandi textaskilaboð í myndavélina:

38

?

Sjálfgefið er að flutningsmátinn sé MMS.

Ábending: Ef þú notar Remote Camera Manager skaltu velja
Stillingar > Myndavél.

38 1

background image

S t i l l i n g a r v a l d a r o g þ e i m b r e y t t

54

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.