Nokia Remote Camera PT 6 - 9. Viðbótaröryggisupplýsingar

background image

9. Viðbótaröryggisupplýsingar

Vinnuumhverfi

Hafa ber í huga að farið sé að öllum sérstökum reglugerðum sem gilda á
hverju svæði og að slökkva alltaf á tækinu þar sem notkun þess er
bönnuð, eða þar sem hún kann að valda truflun eða hættu. Tækið notist
aðeins í hefðbundinni stöðu. Svo að farið sé að leiðbeiningum um
leyfileg mörk útvarpsbylgna skal aðeins nota aukahluti sem Nokia
viðurkennir með þessu tæki.

Lækningatæki

Notkun búnaðar sem sendir frá sér útvarpsbylgjur, þar með talin notkun
þráðlausra síma, kann að trufla virkni lækningatækja sem ekki eru
nægilega vel varin. Hafa skal samband við lækni eða framleiðanda
lækningatækisins til þess að komast að því hvort það sé nægilega vel
varið fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum eða til að afla nánari
upplýsinga. Slökkva skal á tækinu í námunda við heilsugæslustöðvar ef
auglýstar reglugerðir þess efnis kveða á um að það sé gert.
Sjúkrastofnanir eða heilsugæslustöðvar kunna að nota búnað sem getur
verið næmur fyrir utanaðkomandi útvarpsbylgjum.

Gangráðar

Framleiðendur gangráða mæla með því að 15,3 sm (6 tommu)
lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss tækis og gangráðs til þess að komist
sé hjá hugsanlegri truflun í gangráðinum. Þessi tilmæli eru í samræmi
við sjálfstæða rannsókn og tilmæli frá Wireless Technology Research.
Notendur gangráða skyldu alltaf halda tækinu í meira en 15,3 sm (6
tommu) fjarlægð frá gangráðinum þegar kveikt er á tækinu.

background image

V i ð b ó t a r ö r y g g i s u p p l ý s i n g a r

61

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.

Ef grunur leikur á að truflun sé að verða skal slökkva á tækinu tafarlaust.

Heyrnartæki

Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum heyrnartæki. Ef truflun
verður skal leita til þjónustuaðila.

Ökutæki

Ekki má koma myndavélinni fyrir í ökutæki. Ekki má nota Nokia
eftirlitsmyndavélina eða farsíma til að stýra eða stilla myndavélina
meðan ekið er; leggja skal ökutækinu fyrst.

Munið að umferðaröryggi gengur fyrir!

Notkun tækisins meðan á flugi stendur er bönnuð. Slökkva skal á tækinu
áður en gengið er um borð í flugvél. Notkun þráðlausra fjarskiptatækja í
flugvél getur skapað hættu við stjórn flugvélarinnar, rofið þráðlaust
símasamband og verið brot á lögum.

Sprengifimt umhverfi

Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem hætta er á sprengingum og
fara að öllum tilmælum sem sjást á skiltum og leiðbeiningum.
Sprengifimt andrúmsloft telst vera á svæðum þar sem yfirleitt er beðið
um að drepið sé á vél bifreiðar. Neistaflug á slíkum svæðum getur valdið
sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys og jafnvel dauðsföll.
Slökkva skal á tækinu á eldsneytisstöðvum, svo sem við eldsneytisdælur
á bensínstöðvum. Virða skal takmarkanir á notkun útvarpsbúnaðar í
eldsneytisgeymslum, svæðum þar sem geymsla og dreifing eldsneytis fer
fram, efnaverksmiðjum eða þar sem verið er að sprengja. Svæði þar sem
sprengihætta er mikil eru oftast auðkennd en þó ekki alltaf. Þar á meðal
eru svæði undir þilfari á bátum; svæði þar sem sterk efni eru geymd eða
búin til flutnings; ökutæki sem nýta fljótandi svartolíugas (própan eða
bútan) og svæði þar sem í lofti eru efni eða agnir, til dæmis korn, ryk eða
málmduft.

background image

T æ k n i l ý s i n g

62

Copyright © 2005 Nokia. All rights reserved.